Einar Egils hefur yfir áratuga reynslu af tónleikum og tónleikahaldi, hvers konar framleiðslu tónlistar, upptökum, sviðsetningu, hljóðvinnslu auk ljósmyndunar og kvikmyndagerðar og er mikill fagmaður á sviði alls hljóðs og hreyfimmynda. Einar leikstýrði Eurovisionatriði Íslands “Paper” í Kænugarði 2017.
Einar vann um tíma með Miley Cyrus og leikstýrði öllu myndefni fyrir túrinn hennar árið 2012.

Einar hefur verið búsettur í Los Angeles síðast liðin 10 ár og unnið allskyns verkefni af öllum stærðargráðum fyrir fyrirtæki á borð við Universal Records, So You Think You Can Dance, The Standard Hotel, Vogue Italia, H&M, WeSC, Spinnin Records, One Little Indian Records svo eitthvað sé nefnt.

Einar hefur náð miklum árangri nú í langan tíma á ýmsum listasviðum í Bandaríkjunum, en þessa stundina er hann að skrifa sína fyrstu sjónvarpsseríu hér á Íslandi, sem hann kemur til með að leikstýra.